top of page

Ólöf Tara

Ólöf Tara fæddist í Reykjavík 9.mars 1990.

 

Ólöf Tara var heilbrigt og brosmilt barn. Hún var fljót til alls, að ganga og orðin altalandi innan við tveggja ára. Hún var alla tíð fljót að læra og muna texta þó svo þeir væru langir. Hún hafði mjög gott sjónminni og var eldklár.  Hún var alltaf mjög réttsýn og þoldi aldrei neitt óréttlæti gagnvart þeim sem minna máttu sín. Ólöf Tara stundaði fimleika til margra ára, kenndi hóptíma í World Class og þjálfaði. Hún fékk sjaldgæfa bakteríu árið 2017 sem reyndist henni erfið og var hún í lyfjameðferðum í 2 ár.  Þau veikindi ásamt því að vera í  ofbeldissambandi varð til þess að hún fór að einbeita sér að þjálfun fyrir konur, sérsniðna til að valdefla þær. Á þeim stutta tíma sem Ólöf Tara starfaði í aktivismanum kom hún mörgum þröfum breytingum á stað, vakti athygli á málstaðnum og lét í sér heyra á þann hátt sem ekki hefur áður heyrst. 

Ólöf Tara var stjórnarkona og ein af stofnendum Öfga. Öfgar var róttækur baráttuhópur gegn kynbundnu ofbeldi sem hlaut mannúðarverðlaun frá Siðmennt fyrir starf sitt árið 2022 ásamt því að fá Perluna verðlaun frá Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir eflingu mannréttinda árið 2022. Á árlegum samráðsfundi um jafnréttimál á vegum Kvenréttindafélagi Íslands héldu Öfgar fyrirlestur um Sögu þolenda - hina raunverulegu slaufun þar sem kvennasagan var sett í samhengi við samtímann með það að markmiði að gefa öllum þolendum okkar tíma pláss í umræðunni. Þá tóku Öfgar þátt í að skrifa Skuggaskýrslu Íslands um framkvæmd kvennasáttmálans um afnám allra mismununar gegn konum í samráði við Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, UN Women Íslandi og ÖBÍ. Þá hittu fulltrúar Evrópuráðsins sem fylgja eftir Istanbúlsamningnum um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi og ávörpuðu Sameinuðu þjóðirnar um kvennasáttmálann. 

 

Ólöf Tara fundaði með lögreglu og þingmönnum til að bæta stöðu þolenda og styðja við úrbætur m.a í tengslum við byrlanir og stöðu þolenda í réttarkerfinu. Í gegn um starf sitt hjá Öfgum mætti hún í fjölmörg viðtöl hjá bæði íslenskum og erlendum miðlum bæði í sjónvarpi og fréttamiðlum. Vinna Ólafar Töru í málefnum brotaþola var þrotlaus í gegn um árin, tók hún þátt í skipulagningu mótmæla og skrifaði fjölmargar yfirlýsingar til stuðnings þolenda. 

 

Þann 9. október 2024 skipulagði hún seinasta stóra viðburðinn sinn þar sem haldin var kertavaka fyrir konur sem látist hafa vegna afleiðinga ofbeldis. Þar flutti Ólöf Tara mikilvæga ræðu um stöðu kvenna sem lifa við ofbeldi og algengi kvenmorða á Íslandi.

IMG_5421.JPG

Verkefni Ólafar Töru

Fyrirlestrar og Masterclass

• UN Women

• Píkudagar (þemadagar skipulagðir af Femínistafélagi Háskóla Íslands)

• Masterclass í aðgerðahyggju

• „Saga þolenda – hin raunverulega slaufun“ á árlegum samráðsfundi um jafnréttismál haldnum af Kvenréttindafélagi Íslands

• Rauða borðið, róttækur samfélagsumræðuvettvangur

• Stígamót – Handrit hins ofbeldisfulla manns

• Haldið námskeið í skólum um allt land, bæði í háskólum og framhaldsskólum

• Skrifað lagabreytingartillögur fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis  Skýrsla

Fundur með Evrópuráðinu

• Öfgar hittu fulltrúa Evrópuráðsins sem fylgja eftir Istanbúl-samningnum um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi

• Ávarpað Sameinuðu þjóðirnar um kvennasáttmálann

Greinar og viðtöl

• Ólöf Tara og Öfgar fengu alþjóðleg viðtöl hjá CNN, The Athletic, The Guardian, ABC, Vogue Scandinavia og Usbek & Rica.

• Öfgar rituðum greinaflokk um ofbeldi fjórða valdsins: hvernig fjölmiðlar beita ofbeldi í umfjöllun um þolendur og femíníska aðgerðasinna.

• Ólöf Tara og Öfgar skrifuðu margar greinar á íslensku, til dæmis um þau vandamál sem þolendur standa frammi fyrir, og var Ólöf Tara  ítrekað tekin í viðtöl af íslenskum fjölmiðlum.

• Hatur

Viðtöl í þessum Íslensku heimildarþáttum um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum.

“Kannski einn daginn verð ég tölfræðin um konuna sem lést langt fyrir aldur fram vegna afleiðinga ofbeldis, með öllum hinum konunum.” 

- Ólöf Tara 24.nóvember 2024

Viðurkenningar

2022

Mannúðarverðlaun frá Siðmennt fyrir störf sín með Öfgum 

2022

Perlan - Verðlaun frá Mannréttindaskrifstofu Íslands

fyrir störf sín með Öfgum

Öfgar fékk tilnefninguna maður ársins 2021 

Hlaðvörp

IMG_5489.jpg

Dómstóll götunnar

Dómstóll götunnar er hlaðvarp sem fjallar um dóma sem falla í kynferðisbrotamálum á Íslandi. Undanfarin ár höfum við séð sakfellingarhlutfall í nauðgunarmálum í kringum 3,5 %, þriðjungi mála er snúið við í landsrétti. Aukning á skilorðsbundnum dómum og sakborniningar fá refsiaflátt v egna langs meðferðartíma.

Umsjón :Guðný S & Ólöf Tara​

Út í öfgar

Út í öfgar er hlaðvarp sem er unnið af félagasamtökunum Öfgar. Við gefum út fræðsluseríur um hin ýmsu feminísku málefni. Inn á milli fræðslusería verða spjallþættir.

Umsjón: Öfgar

IMG_5490.jpg
IMG_7843.jpg

Hvíldu í friði

- við gerum það ekki.

Persónulegt hlaðvarp þar sem farið er yfir ferðalagið sem tók við eftir missi bestu vinkonu okkur Ólafar Töru.

Umsjón :Guðný S & Þórhildur Gyða

Viðtöl

IMG_5489.jpg

Stöð 2 - 22. janúar 2025

Vitund - Samtök gegn kynbundnu ofbeldi voru stofnuð nýlega af baráttukonum sem unnið hafa að breytingum í málaflokknum. Markmið samtakanna er að vinna að réttlátara réttarkerfi og auka vitund samfélagsins. „Við erum fimm baráttukonur sem ákváðum að gerast teymi og stofna samtök, sem heita Vitund, og samtökin fókusa á að berjast gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir. Með henni í samtökunum eru þær Olga Björt Þórðardóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Guðný S. Bjarnadóttir og María Hjálmtýsdóttir. Hún segir þær núna vera að þreifa fyrir sér hvaða verkefni séu mest aðkallandi og að skipuleggja fyrsta starfsár félagsins. Mesta áherslan sé að lyfta röddum brotaþola. Fyrsti opinberi viðburður samtakanna er á baráttudegi kvenna, þann 8. mars, í Bíó Paradís. Leiðir Ólafar Töru og Guðnýjar lágu fyrst saman í tengslum við vinnu samtakanna Öfga, sem Ólöf Tara var í, og Hagsmunasamtök brotaþola, sem Guðný stofnaði og var í. Á þeim vettvangi unnu þær saman að greinaskrifum en ákváðu svo, þegar þær fundu hversu vel samstarfið gekk, að byrja með hlaðvarpið Dómstóll götunnar. Í þáttunum þryfja þær dóma sem falla í íslenskum dómstólum um kynferðisrbrotamál. „Sakfellingarhlutfall í nauðgunarmálum er í kringum 3,6 prósent og þriðjungi mála snúið við í Landsrétti. Þá er einnig fjölgun skilorðsbundinna dóma auk þess sem við sjáum oft að gerendur fá refsiafslátt vegna langs málsmeðferðartíma,“ segir Guðný um þættina. Ólöf Tara og Guðný hafa báðar nýlega skrifað greinar á Vísi sem tengjast störfum þeirra í samtökunum. Ólöf Tara um samþykki barna og ákvörðun Hæstaréttar að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. Í nóvember 2023 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra Najeb í þriggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að brot hans, þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun, félli undir ákvæði hegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára, en það hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm Najeb í október á þessu ári og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Það var mat Landsréttar að umrætt brot hans væri nauðgun eftir allt saman. Landsrétti og héraðsdómi greindi á um hvort Najeb hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung. Najeb óskaði í kjölfarið eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar. Á meðal þess sem hann byggði þá ósk sína á var að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir þar sem úrlausn þess gæti haft verulega almenna þýðingu. Guðný skrifaði svo greinina Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það um mennina sem ekki voru ákærðir fyrir að brjóta á andlega fatlaðri konu en það gerðu þeir í boði annars manns. „Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í,“ sagði Guðný í grein sinni. „Hvatinn er auðvitað alltaf reiðin gagnvart kerfinu. Markmiðið er að benda á brotalamirnar og við gerum það með greinaskrifum og erum svo líka með hlaðvarp þar sem við tölum um þessi mál, bæði sýknumál og hvað er að gerast í samfélaginu og hvað er verið að gera til að bregðast við því,“ segir Ólöf Tara um það hver hvatinn sé að taka þátt í samfélagsumræðunni með þessum hætti. Þær hafa staðið í þessari baráttu núna í fjölda ára og segjast sjá einhverjar breytingar í samfélaginu, en síst þó í réttarkerfinu. „Við getum eiginlega sagt að réttarkerfið sé toppurinn á feðraveldinu og það er kannski erfitt að komast á toppinn. Við þurfum að vinna í grunninum og mér þykir samfélagsumræðan auðvitað hafa þróast heilan helling. Ég held það sé að skila sér til yngra fólks og það sé að átta sig fyrr á því að það hafi verið beitt ofbeldi og eru frekar að sækja sér aðstoð hjá Stígamótum eða Bjarkarhlíð til dæmis,“ segir Ólöf Tara Ólöf Tara segist líka sjá að fleiri eru til í að taka þátt í samfélagslegri umræðu sem snertir á þessum málum. Hún segir best fyrir fólk sem hefur efasemdir að hlusta á það sem er verið að segja og kynna sér málin með gagnrýnum augum. „Átökin verða oft mjög mikil. Það eru margir núansar í umræðunni og ég held að það sé erfitt að horfast í augu við hvernig samfélagsgerðin okkar er. Við viljum auðvitað ekki trúa því að þetta sé svona og langar að halda að þetta séu einhverjar ruglaðar konur út í bæ sem eru með eitthvað ákveðið agenda gagnvart þá sérstaklega karlmönnum, og þetta sé einhver reiði sem beinist að karlmönnum, en reiðin auðvitað beinist að kerfisbundnu ofbeldi og kynbundu ofbeldi sem fær að þrífast í aðgerðaleysi stjórnvalda.“ Guðný tekur undir það og segir þess vegna aðhald félagasamtaka eins og þeirra mikilvægt. „Þetta er ofboðslega krefjandi umhverfi og við erum að taka ákveðna slagi og benda á hluti sem eru alls ekkert í lagi. Þegar við erum að ræða kynbundið ofbeldi þá finnst fólki það oft hitamál en þetta er eitthvað sem þarf að ræða og það er alltaf mjög erfitt að ræða þessa hluti, en mjög mikilvægt.“

Mikið magn af greinum liggja eftir Ólöfu Töru, við erum að vinna í því smá saman að koma þeim hingað á einn stað.

IMG_7846 2.jpg
IMG_5453.jpg
IMG_7847 2.jpg
Minningarsjóður Ólafar Töru (1).png

Minningarsjóður Ólafar Töru

Kennitala : 451125-0600

Banki : 0357 - 22 - 006171 

  • Facebook
  • X
  • Instagram

© 2025 Minningarsjóður Ólafar Töru  #Einaf4

bottom of page